Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Evrópubaráttan gæti ráðist
Valsmenn geta tryggt Evrópusætið
Valsmenn geta tryggt Evrópusætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst síðasta umferð Bestu deildar karla hefst í dag og gæti baráttan um síðasta lausa Evrópusætið ráðist.

Það er orðið ljóst að Breiðablik og Víkingur mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Staðan er þannig að Víkingur er á toppnum með betri markatölu en Blikar og er nú spurning hvort liðið verður í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina.

ÍA, sem er í 5. sæti með 37 stig fær Víking í heimsókn á meðan Breiðablik tekur á móti Stjörnunni.

Valur á þá möguleika á að tryggja Evrópusætið en til þess þarf liðið að vinna FH og treysta á að Stjarnan tapi stigum gegn Blikum.

Í neðri hlutanum heimsækir Vestri lið KA á Akureyri. Með sigri getur Vestri farið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru í deildinni.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
14:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
17:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Athugasemdir