Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Frank kemur Ten Hag til varnar: Gagnrýnin er of mikil
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, kom kollega sínum hjá Manchester United, Erik ten Hag, til varnar á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Framtíð Ten Hag hjá Man Utd hefur verið á forsíðum ensku blaðanna síðustu vikur.

Frammistaða liðsins hefur verið döpur og talar Hollendingurinn enn um að liðið sé enn í þróun, tveimur árum eftir að hann tók við því.

Talið er að Ten Hag fái tvo leiki til að bjarga starfi sínu, en Frank finnst umræðan mjög sérstök.

„Það er ótrúlegt hvað hann verið mikið undir smásjánni. Sem aðalþjálfari þá kannast ég alveg við það hvernig það er að vera í svona stöðu. Mér finnst gagnrýnin of mikil. Hann er klárlega góður þjálfari því hann hefur unnið tvo titla á tveimur tímabilum.“

„En ég skil hvernig þetta virkar. Ef liðið vinnur, þá er þjálfarinn geggjaður og ef liðið tapar þá er hann algert drasl. Hið rétta er líklega að þetta er þarna mitt á milli. Þetta er ekki bara þjálfarinn, leikmennirnir, stuðningsmennirnir eða stjórnin. Þetta er samsetning af öllum þessum þáttum,“
sagði Frank.

Man Utd og Brentford eigast við á morgun en leikurinn fer fram á Old Trafford og hefst klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner