Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City orðað við Palmer og Wirtz
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins og birtist hann hér í boði Powerade. Marc Guéhi, Cole Palmer og Florian Wirtz eru meðal stærstu nafna sem koma fyrir í slúðrinu í dag.


Newcastle United er reiðubúið til að leggja fram nýtt tilboð í Marc Guéhi, 24 ára varnarmann enska landsliðsins og Crystal Palace, í janúar. Newcastle er tilbúið til að bjóða 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn. (Teamtalk)

Cole Palmer, 22 ára sóknartengiliður Chelsea, er ekki til sölu sama hversu hátt tilboð berst. Manchester City hefur verið orðað við að kaupa leikmanninn til baka. (Football Insider)

Man City hefur einnig mikinn áhuga á Florian Wirtz, gríðarlega eftir sóttum sóknartengiliði Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins. Hinn 21 árs gamli Wirtz er eftirsóttur af stórveldum víða um Evrópu og er FC Bayern talið leiða kapphlaupið um hann sem stendur. (Sky Germany)

Paris Saint-Germain og Real Madrid hafa einnig mikinn áhuga á Wirtz og vill Leverkusen helst ekki selja hann til annars félags í Þýskalandi. (Goal)

Manchester United vill ráða Rúben Amorim, 39 ára þjálfara Sporting CP, til að taka við þjálfarastarfinu af Erik ten Hag eftir áramót. (Florian Plettenberg)

Real Madrid er að skoða tvo hægri bakverði sem mögulega arftaka fyrir Dani Carvajal sem verður 33 ára í janúar og er frá keppni út tímabilið vegna slæmra meiðsla. Jeremie Frimpong, 23 ára leikmaður Leverkusen, er efstur á óskalistanum ásamt Trent Alexander-Arnold, 26 ára. (AS)

Leroy Sané, 28 ára kantmaður FC Bayern og þýska landsliðsins, hefur ekki áhuga á að skipta yfir til Newcastle United þrátt fyrir mikinn áhuga frá enska félaginu. (CaughtOffside)

Bayern er í samningsviðræðum við Sané, sem er nýlega búinn að ná sér af meiðslum eftir að hafa misst af öllu undirbúningstímabilinu. Hann hefur komið fjórum sinnum inn af bekknum á nýju tímabili og munu viðræður um nýjan samning ekki halda áfram fyrr en Vincent Kompany þjálfari getur séð meira af honum. (Goal)

Bruno Fernandes, 30 ára fyrirliði Man Utd, var tilbúinn til að yfirgefa Rauðu djöflana áður en félagið sannfærði hann um að vera áfram með risastórum samningi. (ESPN)

Mikel Arteta, 42 ára þjálfari Arsenal, segist vera opinn fyrir því að taka við stjórn á enska landsliðinu í framtíðinni. (Guardian)

Enska fótboltasambandið ræddi hvorki við Eddie Howe né Graham Potter um landsliðsþjálfarastarfið sem Thomas Tuchel var ráðinn í á dögunum. (Telegraph)

Tottenham fylgist náið með Jamie Bynoe-Gittens, 20 ára kantmanni Borussia Dortmund. (Football Insider)

Liverpool og Dortmund berjast um 17 ára miðjumann. Sá heitir Andrija Maksimovic og er þegar byrjaður að spila keppnisleiki fyrir A-landslið Serbíu. (CaughtOffside)

Man City er í viðræðum um kaup á Michael Noonan, 16 ára sóknarleikmanni St. Patrick's Athletic. (Fabrizio Romano)

Julian Fernandez, 20 ára kantmaður New York City, dreymir um að spila fyrir Liverpool einn daginn þrátt fyrir að spila fyrir félag í eigu City Football Group. (Express)
Athugasemdir
banner