Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen lagði Frankfurt - Leipzig með þriggja stiga forystu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fimm fyrstu leikjum dagsins í efstu deild þýska boltans var að ljúka, þar sem Bayer Leverkusen lagði Eintracht Frankfurt að velli í toppbaráttunni.

Leverkusen var talsvert sterkari aðilinn á heimavelli en tókst aðeins að sigra með eins marks mun þrátt fyrir mikið magn af dauðafærum.

Omar Marmoush kom gestunum frá Frankfurt yfir með marki úr vítaspyrnu, eftir að Victor Boniface hafði klúðrað vítaspyrnu sjálfur á hinum endanum.

Sú forysta entist þó ekki lengi og lét Boniface fyrirgefa sér vítaklúðrið með því að gera sigurmark í síðari hálfleik.

Lokatölur urðu 2-1 og eru ríkjandi meistarar Leverkusen í þriðja sæti, með 14 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar. Frankfurt er í fjórða sæti með 13 stig.

RB Leipzig fór á toppinn með þægilegum sigri á útivelli gegn Mainz, þar sem Xavi Simons og Willi Orban skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Leipzig er með þriggja stiga forystu á stórveldi FC Bayern sem situr í öðru sæti og á leik til góða gegn Stuttgart í kvöld.

Freiburg er í öðru sæti eftir sigur gegn Augsburg, þar sem Vincenzo Grifo skoraði og lagði upp. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á tólf mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks til að tryggja sér sigurinn.

Hoffenheim og Borussia Mönchengladbach unnu þá heimaleiki gegn Bochum og Heidenheim.

Leverkusen 2 - 1 Frankfurt
0-0 Victor Boniface ('9 , Misnotað víti)
0-1 Omar Marmoush ('16 , víti)
1-1 Robert Andrich ('25 )
2-1 Victor Boniface ('72 )

Hoffenheim 3 - 1 Bochum
1-0 Andrej Kramaric ('11 )
2-0 Marius Bulter ('65 )
2-1 Cristian Gamboa ('76 )
2-1 Lukas Daschner ('88 , Misnotað víti)
3-1 Haris Tabakovic ('90 )

Freiburg 3 - 1 Augsburg
1-0 Vincenzo Grifo ('34 )
2-0 Philipp Lienhart ('37 )
3-0 Christian Gunter ('45 )
3-1 Phillip Tietz ('65 )

Mainz 0 - 2 RB Leipzig
0-1 Xavi Simons ('20 )
0-2 Willi Orban ('37 )

Borussia M'Gladbach 3 - 2 Heidenheim
0-1 Leo Scienza ('12 )
1-1 Ko Itakura ('22 )
2-1 Tim Kleindienst ('62 )
3-1 Tim Kleindienst ('75 , víti)
3-2 Marvin Pieringer ('80 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner