Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
U15: Góður sigur gegn Wales
Mynd: KSÍ
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 15 ára og yngri vann góðan 3-1 sigur á Wales á þróunarmóti UEFA í Búlgaríu í gær.

Fyrsta mark íslenska liðsins var sjálfsmark en þeir Benjamín Björnsson og Bjarki Hrafn Garðarsson gerðu hin tvö mörkin.

Ísland mætir Spáni á morgun áður en það mætir gestgjöfum Búlgaríu á miðvikudag.

Byrjunarlið Íslands í leiknum: Elmar Ágúst Halldórsson (M), Emil Máni Breiðdal Kjartansson, Leó Hrafn Elmarsson, Aron Kristinn Zumbergs, Markús Andri Daníelsson Martin, Mikael Máni Þorfinnsson, Bjarki Örn Brynjarsson, Alexander Rafn Pálmason (F), Bjarki Hrafn Garðarsson, Sigurður Stefán Ólafsson, Róbert Hugi Sævarsson.
Athugasemdir
banner