Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Hluti af mér fer með Txiki
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Pep Guardiola virðist ætla að skrifa undir nýjan samning við Manchester City, en núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Stjórnendur Manchester City vilja ólmir fá Pep til að skrifa undir nýjan samning, en hann myndi þá ekki starfa samhliða Txiki Begiristain lengur eftir að hafa starfað náið með honum bæði hjá Barcelona og Man City.

Hinn sextugi Begiristain hefur verið hjá Man City síðustu tólf ár og átti lykilþátt í því að ráða Pep inn sem aðalþjálfara fyrir um átta árum síðan.

„Hluti af mér yfirgefur félagið með Txiki. Góður vinur minn er að fara, arkítekt sem skapaði eitt af bestu fótboltaliðum í sögu Barcelona áður en hann kom hingað. Ég mun sakna hans gríðarlega mikið," segir Guardiola.

„Hann hjálpar mér ótrúlega mikið í mínu starfi og er mér gríðarlega mikilvægur, en við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er ekki neitt annað í stöðunni, ég þarf að halda áfram og félagið líka.

„Sama staða mun koma upp þegar ég fer. Félagið mun þurfa að horfa í kringum sig, ráða nýjan mann og halda áfram á sinni braut. Ég veit ekki hvenær ég mun fara frá þessu félagi."


Englandsmeistararnir heimsækja Wolves á morgun og munu sækjast eftir sigri í tilraun til að verða fyrsta lið sögunnar til að vinna úrvalsdeildina fimm ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner