Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 13:31
Ívan Guðjón Baldursson
England: Þægilegt fyrir Tottenham gegn West Ham
Mynd: Getty Images
Son skoraði í dag og James Maddison lagði upp.
Son skoraði í dag og James Maddison lagði upp.
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 1 West Ham
0-1 Mohammed Kudus ('18 )
1-1 Dejan Kulusevski ('36 )
2-1 Yves Bissouma ('52 )
3-1 Alphonse Areola ('55 , sjálfsmark)
4-1 Son Heung-Min ('60 )
Rautt spjald: Mohammed Kudus, West Ham ('

Tottenham tók á móti West Ham United í Lundúnaslag til að byrja áttundu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.

Viðureignin reyndist fjörug þar sem heimamenn í liði Tottenham fengu fleiri og hættulegri færi en gestirnir tóku forystuna á 18. mínútu, þegar Mohammed Kudus skoraði úr góðu færi eftir fyrirgjöf.

Dejan Kulusevski jafnaði leikinn með laglegu einstaklingsframtaki þar sem frábært skot hans úr erfiðu skotfæri fór í báðar stangir marksins áður en boltinn rúllaði yfir marklínuna. Staðan var því 1-1 í leikhlé.

Heimamenn nýttu færin sín betur í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn á fyrsta stundarfjórðunginum eftir leikhlé.

Yves Bissouma og Heung-min Son skoruðu sitthvort markið og var Alphonse Areola markvörður óheppinn að gera sjálfsmark. Þessi þrjú mörk komu á átta mínútna kafla og urðu lokatölur 4-1.

Kudus, sem skoraði eina mark Hamranna í leiknum, fékk að líta beint rautt spjald eftir átök á milli leikmanna á lokakaflanum. Hann fór með höndina í andlitið á tveimur andstæðingum og fékk verðskuldað rautt spjald eftir athugun í VAR-herberginu.

Tottenham er með 13 stig eftir 8 umferðir - fimm stigum fyrir ofan West Ham.
Athugasemdir
banner
banner