Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
banner
   lau 19. október 2024 13:06
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið ÍA og Víkings: Fyrirliðarnir koma inn í byrjunarliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 14:00 hefst leikur ÍA og Víkings R. í Bestu deild karla. Um er að ræða leik í næst seinustu umferð mótsins en rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  4 Víkingur R.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir allt að eina breytingu á Skagaliðinu frá 4-1 tapinu gegn Blikum á dögunum. Fyrirliðinn Arnór Smárason kemur inn í liðið fyrir Guðfinn Þór Leósson.

Gerðar eru 5 breytingar á Víkingsliðinu frá dramatíska 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni í seinustu umferð. Oliver Ekroth, Gísli Gottskálk Þórðarson, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson og Ari Sigurpálsson fara úr liðinu á meðan þeir Jón Guðni Fjóluson, fyrirliðinn Niko Hansen, Tarik Ibrahimagic, Davíð Örn Atlason og Erlingur Agnarsson koma inn í liðið.


Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
88. Arnór Smárason

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir
banner
banner
banner