Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 19. október 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Arnar spáir í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Hákon á Wembley í sumar.
Hákon á Wembley í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Duran hefur skorað mikilvæg mörk fyrir Villa.
Duran hefur skorað mikilvæg mörk fyrir Villa.
Mynd: Getty Images
Stígur Bruno upp í Fergie time?
Stígur Bruno upp í Fergie time?
Mynd: Getty Images
Hákon og Victor Kristiansen léku saman hjá FCK.
Hákon og Victor Kristiansen léku saman hjá FCK.
Mynd: Getty Images
Veislan er að fara aftur af stað, enski boltinn byrjar að rúlla um helgina eftir landsleikjahlé. Áttunda umferðin í úrvalsdeildinni hefst í hádeginu á morgun og umferðinni lýkur á mánudagskvöld.

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Júlíusi Mar sem gerði sér lítið fyrir og var með sjö leiki rétta í síðustu umferð.

Svona spáir Hákon leikjunum:

Tottenham 3 - 1 West Ham (laugardagur 11:30)
Þetta verður alvöru leikur með nóg af mörkum. Ég fýla hvernig Tottenham spilar og þeir setja þrjú og svo skora Hamrarnir eitt sárabótar í endann.

Fulham 0 - 1 Aston Villa (laugardagur 14:00)
Helvíti boring leikur en svo kemur Jhon Duran inná og klárar þetta eins og alltaf.

Ipswich 2 - 2 Everton (laugardagur 14:00)
Bæði lið geta ekkert en þetta verður skemmtilegur leikur. Delap og McNeil henda báðir í tvennu þannig ég ætla taka þá báða inn í Fantasy liðið mitt.

Man Utd 3 - 2 Brentford (laugardagur 14:00)
Mínir menn taka þetta naumlega, fá skrytið hendi víti dæmt og Bruno klárar þetta í Fergie time. Ten Hag spilar svo skemmtilegan bolta þannig þessi leikur verður geggjaður leikur að horfa á.

Newcastle 3 - 3 Brighton (laugardagur 14:00)
Ég elska mörk og það verða mörk hérna, skemmtilegasti leikur umferðarinnar, hef samt ekki hugmynd hver mun skora.

Southampton 0 - 1 Leicester (laugardagur 14:00)
Ekkert spennandi við þennan leik en minn maður Kristiansen leggur upp sigurmarkið á geitina Vardy.

Bournemouth 0 - 2 Arsenal (laugardagur 16:30)
Arsenal eru svo pirrandi góðir og klára þetta þægilega 0-2. Arteta mun segja að Saka geti ekki spilað en hann mun starta og setja mark og assist.

Wolves 1 - 5 Man City (sunnudagur 13:00)
Besta liðið á móti versta liðinu, þetta mun fara illa fyrir Úlfana. Kannski maður triple captaini Haaland af því hann er alltaf að fara setja þrennu.

Liverpool 1 - 2 Chelsea (sunnudagur 15:30)
Ég vona svo innilega að Chelsea taki þetta svo að Jón Dagur eigi frábæran sunnudag og líka að það verði allt vitlaust hjá veikasta samfélagi landsins. Jackson setur hann í injury time.

Forest 1 - 1 Palace (mánudagur 19:00)
Forest er ekki að eiga mikla markaleiki þessi dagana þannig þetta fer 1-1. Palace skorar snemma og Forest jafnar strax, en svo gerist ekkert meira í þessum leik því miður.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner
banner