Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Sara Björk með tvær stoðsendingar í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp tvö mörk í 4-1 sigri Al Qadsiah á Al Amal í 16-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

Fyrrum landsliðskonan lagði upp annað markið fyrir Rayanne Machado og síðan þriðja markið fyrir Leu Le Garrec þegar hálftími var eftir.

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt mikla vinnu í að þróa kvennafótbolta í landinu en sigurliðið fær 40 milljónir króna fyrir að vinna bikarinn í ár.

Liðin úr tveimur efstu deildunum taka þátt og fer úrslitaleikurinn fram í mars.

Sara Björk kom til Al Qadsiah í sumar eftir að hafa spilað síðustu ár með Juventus á Ítalíu. Al Qadsiah hefur ekki enn unnið deildarleik en liðið er með eitt stig eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner