Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ætlar að framlengja við fjórar stjörnur
Frenkie De Jong fær nýjan samning
Frenkie De Jong fær nýjan samning
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona ætlar að framlengja við þá Frenkie De Jong, Gavi, Pedri og Ronaldo Araujo en þetta staðfesti Joan Laporta, forseti félagsins, í gær.

Börsungar eru á toppnum í spænsku deildinni og lítur hópurinn gríðarlega vel út.

Félagið hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika síðustu ár og átt erfitt með að veita stærstu félögum heims samkeppni um bestu bitana.

Það er því mikilvægt fyrir félagið að missa ekki lykilmenn úr hópnum, því það yrði meira en að segja það að finna menn í stað þeirra.

Laporta staðfesti í gær að félagið væri nú að undirbúa það að framlengja samninga þeirra Araujo, De Jong, Gavi og Pedri.

Forsetinn sagði að það yrði farið í viðræður við Gavi og það yrði gengið frá þeim málum þegar hann snýr aftur á völlinn, en hann sleit krossband á síðasta ári og er ný byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner