Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
banner
   lau 19. október 2024 17:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti Val á Kaplakrikavelli í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Jákvætt að fá eitthvað úr þessum leik. Mér fannst við eiga það skilið." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.

„Mér fannst í fyrri hálfleik töluvert sterkari aðilinn og sköpuðum okkur fín færi. Fáum svo á okkur mark úr föstu leikatrið í lok fyrri hálfleiks, ég held að þetta hafi verið komið fram í uppbótartíma. Það tók okkur svolítin tíma að jafna okkur á því."

„Við byrjuðum seinni hálfleik ekki vel en sýndum karakter og fækkuðum í vörninni og settum Ísak fram og sanngjarnt að við myndum jafna leikinn." 

Valur fékk vítaspyrnu stuttu eftir jöfnunarmark FH en Sindri Kristinn varði þá frá Gylfa Þór Sigurðssyni. 

„Já Sindri var góður í þessum leik og mér fannst þetta nátturlega aldrei víti fyrir það fyrsta. Patrick Pedersen er klókur og sótti þetta og bara frábært að sjá Sindra verja þetta og við áttum það skilið." 

Sindri Kristinn kom aftur inn í mark FH fyrir leikinn í dag en hann hafði ekkert spilað í úrslitakeppninni fyrir FH. 

„Við prófuðum að breyta og það verður bara að segjast eins og er að það gekk ekki upp. Við breyttum aftur núna og Sindri stóð sig vel og þá klárar hann þetta mót. Við tökum svo stöðuna bara í haust." 

FH sóttu sitt fyrsta stig í dag og var laust við því að Heimi og hans teymi væri létt með það.

„Við ræddum það í gær aðeins að það er ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur þannig það var allavega jákvætt að við fengum stig í dag." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Athugasemdir
banner
banner