FH tóku á móti Val á Kaplakrikavelli í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Valur
„Jákvætt að fá eitthvað úr þessum leik. Mér fannst við eiga það skilið." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.
„Mér fannst í fyrri hálfleik töluvert sterkari aðilinn og sköpuðum okkur fín færi. Fáum svo á okkur mark úr föstu leikatrið í lok fyrri hálfleiks, ég held að þetta hafi verið komið fram í uppbótartíma. Það tók okkur svolítin tíma að jafna okkur á því."
„Við byrjuðum seinni hálfleik ekki vel en sýndum karakter og fækkuðum í vörninni og settum Ísak fram og sanngjarnt að við myndum jafna leikinn."
Valur fékk vítaspyrnu stuttu eftir jöfnunarmark FH en Sindri Kristinn varði þá frá Gylfa Þór Sigurðssyni.
„Já Sindri var góður í þessum leik og mér fannst þetta nátturlega aldrei víti fyrir það fyrsta. Patrick Pedersen er klókur og sótti þetta og bara frábært að sjá Sindra verja þetta og við áttum það skilið."
Sindri Kristinn kom aftur inn í mark FH fyrir leikinn í dag en hann hafði ekkert spilað í úrslitakeppninni fyrir FH.
„Við prófuðum að breyta og það verður bara að segjast eins og er að það gekk ekki upp. Við breyttum aftur núna og Sindri stóð sig vel og þá klárar hann þetta mót. Við tökum svo stöðuna bara í haust."
FH sóttu sitt fyrsta stig í dag og var laust við því að Heimi og hans teymi væri létt með það.
„Við ræddum það í gær aðeins að það er ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur þannig það var allavega jákvætt að við fengum stig í dag."
Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |