Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 19. október 2024 17:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti Val á Kaplakrikavelli í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Jákvætt að fá eitthvað úr þessum leik. Mér fannst við eiga það skilið." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.

„Mér fannst í fyrri hálfleik töluvert sterkari aðilinn og sköpuðum okkur fín færi. Fáum svo á okkur mark úr föstu leikatrið í lok fyrri hálfleiks, ég held að þetta hafi verið komið fram í uppbótartíma. Það tók okkur svolítin tíma að jafna okkur á því."

„Við byrjuðum seinni hálfleik ekki vel en sýndum karakter og fækkuðum í vörninni og settum Ísak fram og sanngjarnt að við myndum jafna leikinn." 

Valur fékk vítaspyrnu stuttu eftir jöfnunarmark FH en Sindri Kristinn varði þá frá Gylfa Þór Sigurðssyni. 

„Já Sindri var góður í þessum leik og mér fannst þetta nátturlega aldrei víti fyrir það fyrsta. Patrick Pedersen er klókur og sótti þetta og bara frábært að sjá Sindra verja þetta og við áttum það skilið." 

Sindri Kristinn kom aftur inn í mark FH fyrir leikinn í dag en hann hafði ekkert spilað í úrslitakeppninni fyrir FH. 

„Við prófuðum að breyta og það verður bara að segjast eins og er að það gekk ekki upp. Við breyttum aftur núna og Sindri stóð sig vel og þá klárar hann þetta mót. Við tökum svo stöðuna bara í haust." 

FH sóttu sitt fyrsta stig í dag og var laust við því að Heimi og hans teymi væri létt með það.

„Við ræddum það í gær aðeins að það er ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur þannig það var allavega jákvætt að við fengum stig í dag." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner