Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Sigmars framlengir við Fjölni
Mynd: Fjölnir
Sölvi Sigmarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til loka árs 2027.

Sölvi er 21 árs gamall miðjumaður og uppalinn hjá félaginu en hann lék sex leiki með meistaraflokki í sumar.

Hann hóf meistaraflokksferil sinn, eins og svo margir aðrir hjá Fjölni, hjá Vængjum Júpiters. Hann spilaði sumarið 2021 og 2022 hjá Vængjunum, en var síðan lánaður í Hauka á síðasta ári.

Hjá Haukum spilaði hann 20 leiki og tókst honum síðan að festa sæti í hópnum hjá Fjölni í sumar.

Sölvi hefur nú framlengt samning sinn til næstu þriggja ára eða út 2027.

Fjölnir hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og tapaði síðan fyrir Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins um sæti í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner