Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag staðfestir að Man Utd sé að fylgjast með Alvaro
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að félagið sé að fylgjast með stöðu Alvaro Fernandez Carreras.

Spænski leikmaðurinn var á mála hjá United en fékk aldrei tækifærið til að sanna sig með aðalliðinu.

Hann var lánaður til Preston og Granada en kom lítið við sögu og snéri aftur til United. Það var ekki fyrr en hann fór á lán til portúgalska félagsins Benfica sem boltinn fór almennilega að rúlla.

Þar spilaði hann sextán leiki og skoraði eitt mark síðari hluta síðasta tímabils og nýtti Benfica kaupákvæði í samningnum upp á sex milljónir evra.

United setti ákvæði um að félagið gæti keypt hann aftur og staðfesti Ten Hag að United væri að fylgjast með honum.

Frammistaða hans með Benfica hefur vakið áhuga margra liða en erkifjendur United í Liverpool eru sagðir í baráttunni um Spánverjann.

„Við erum að fylgjast með framförum Alvaro Carreras hjá Benfica. Við höfum kaupréttinn. Við lánuðum hann til Preston og Granada, en hann spilaði ekki mikið þar. Við fengum tækifæri til að selja hann, en eins og ég segi þá getum við keypt hann til baka og það leyfir okkur að stjórna stöðunni,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner