Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Bergmann lagði upp í góðum sigri - Frábær sigur hjá Fredericia
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikjum dagsins er lokið víða um Evrópu og komu Íslendingar við sögu á nokkrum stöðum.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliðinu hjá Fortuna Düsseldorf og lagði fyrsta mark leiksins upp í þægilegum sigri á útivelli gegn Regensburg.

Düsseldorf er með fjögurra stiga forystu á toppi næstefstu deildar þýska boltans, með 20 stig eftir 9 umferðir.

Í næstefstu deild í Danmörku var Daníel Freyr Kristjánsson í byrjunarliðinu hjá Fredericia sem vann frábæran 0-3 sigur á útivelli gegn Esbjerg. Breki Baldursson var ónotaður varamaður í liði Esbjerg.

Fredericia er í öðru sæti með 25 stig eftir þennan sigur, Esbjerg er í þriðja sæti með 22 stig.

Í sænska boltanum kom Andri Fannar Baldursson við sögu í tapleik Elfsborg á heimavelli gegn BK Häcken. Elfsborg er búið að tapa tveimur leikjum í röð og á litla sem enga von á því að ná Evrópusæti.

Í næstefstu deild í Svíþjóð varði Adam Ingi Benediktsson mark Östersund í 2-1 sigri gegn Landskrona. Adam átti frábæran leik og eru þetta afar dýrmæt stig fyrir Östersund sem er í harðri fallbaráttu. Tapið er skellur fyrir Landskrona sem er í toppbaráttunni.

Stefan Alexander Ljubicic kom að lokum inn af bekknum í 1-1 jafntefli hjá Skovde AIK gegn Utsikten. Stefan kom inn í uppbótartíma og fékk því lítinn tíma til að setja mark sitt á leikinn, en Skovde er í botnsæti deildarinnar og er svo gott sem fallið niður um deild.

Regensburg 0 - 3 Dusseldorf

Esbjerg 0 - 3 Fredericia

Elfsborg 1 - 3 Hacken

Ostersund 2 - 1 Landskrona

Skovde AIK 1 - 1 Utsikten

Athugasemdir
banner
banner