Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 13:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: De Ligt og Evans byrja saman í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Brighton & Hove Albion
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það hefjast fimm leikir á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Erik ten Hag er undir mikilli pressu og gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Manchester United eftir jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð. Matthijs de Ligt og Casemiro koma inn í byrjunarliðið fyrir Harry Maguire og Kobbie Mainoo sem detta úr hóp vegna meiðsla, á meðan Lisandro Martínez kemur inn í liðið fyrir Noussair Mazraoui og byrjar í vinstri bakverði.

Thomas Frank gerir hins vegar enga breytingu á byrjunarliði Brentford sem vann 5-3 gegn Wolves í síðustu umferð.

Newcastle United tekur þá á móti Brighton í hörkuslag þar sem Alexander Isak og Tino Livramento koma inn í byrjunarliðið fyrir Harvey Barnes og Kieran Trippier.

Fabian Hürzeler gerir þrjár breytingar frá því í síðustu umferð, þegar lærisveinar hans voru 0-2 undir í leikhlé en unnu 3-2 gegn Tottenham eftir magnaðan kafla í síðari hálfleik. Igor, Evan Ferguson og Yasin Ayari koma inn fyrir Adam Webster, Yankuba Minteh og Kaoru Mitoma.

Emile Smith Rowe kemur aftur inn í byrjunarliðið hjá Fulham eftir 3-2 tap gegn Manchester City í síðustu umferð. Fulham tekur á móti Aston Villa og gerir Unai Emery þrjár breytingar eftir markalaust jafntefli gegn Man Utd.

Diego Carlos, Jacob Ramsey og Amadou Onana koma inn í byrjunarliðið fyrir Ezri Konsa, Ross Barkley og Jaden Philogene sem setjast á bekkinn. John McGinn er þá kominn aftur í hóp eftir meiðsli.

Man Utd: Onana, Dalot, Evans, De Ligt, Martinez, Eriksen, Casemiro, Fernandes, Rashford, Hojlund, Garnacho
Varamenn: Bayindir, Lindelof, Mazraoui, Fletcher, Ugarte, Amad Diallo, Antony, Wheatley, Zirkzee

Brentford: Flekken, Van den Berg, Collins, Pinnock, Ajer, Norgaard, Janelt, Damsgaard, Schade, Lewis Potter, Mbeumo
Varamenn: Valdimarsson, Wissa, Carvalho, Mee, Yarmoliuk, Meghoma, Konak, Trevitt, Roerslev



Newcastle: Pope, Livramento, Schar, Burn, Hall, Joelinton, Tonali, Bruno Guimaraes, Gordon, Murphy, Isak
Varamenn: Vlachodimos, Krafth, Osula, Almiron, Barnes, Kelly, Willock, Longstaff, Miley

Brighton: Verbruggen, Veltman, Igor, Dunk, Kadioglu, Hinshelwood, Baleba, Ayari, Ferguson, Rutter, Welbeck
Varamenn: Steele, Lamptey, Gruda, Enciso, Moder, Mitoma, Wieffer, Van Hecke, Estupinan



Fulham: Leno, Tete, Andersen, Bassey, Robinson, Berge, Pereira, Traore, Smith Rowe, Iwobi, Jimenez.
Varamenn: Benda, Diop, Sessegnon, King, Reed, Cairney, Wilson, Nelson, Muniz.

Aston Villa: Martinez, Cash, Carlos, Pau, Digne, Ramsey, Onana, Tielemans, Bailey, Rogers, Watkins.
Varamenn: Gauci, Konsa, Maatsen, Kamara, McGinn, Barkley, Buendia, Philogene, Duran.



Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Gueye, Doucoure, Ndiaye, Harrison, McNeil, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Begovic, Patterson, Mangala, Beto, O'Brien, Coleman, Armstrong, Dixon.

Ipswich: Muric, O'Shea, Woolfenden, Burgess, Davis, Morsy, Phillips, Burns, Hutchinson, J. Clarke, Delap.
Varamenn: Walton, H. Clarke, Townsend, Taylor, Chaplin, Ogbene, Szmodics, Broadhead, Hirst.



Southampton: Ramsdale, Sugawara, Harwood-Bellis, Bednarek, Walker-Peters, Manning, Downes, Aribo, Dibling, Fernandes, Archer.
Varamenn: McCarthy, Taylor, Smallbone, Ugochukwu, Lallana, Kamaldeen, Fraser, Armstrong, Onuachu.

Leicester: Hermansen, Justin, Faes, Okoli, Kristiansen, Ndidi, Skipp, Buonanotte, El Khannouss, Mavididi, Vardy.
Varamenn: Ward, Ricardo, Coady, Winks, Soumare, De Cordova-Reid, Fatawu, Ayew, Edouard.
Athugasemdir
banner
banner
banner