Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ég kom hingað til að læra af ykkur
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lagði orð í belg um helstu umræðu Bretlandseyja en hún snýst að ákvörðun enska fótboltasambandsins að hafa ráðið þýska þjálfarann Thomas Tuchel til starfa.

Tuchel tók við sem þjálfari enska karlalandsliðsins en þetta er í þriðja sinn sem Englendingar ráða erlendan þjálfara.

Gary Neville og Jamie Carragher eru meðal þeirra sem finnst súrt að England þurfi að leita út fyrir landsteinanna þegar það kemur að þjálfurum, en Guardiola, sem var orðaður við starfið, segir það ekki skipta öllu máli hver þjálfar landsliðið.

„Ég veit að við erum stolt yfir því hvaðan við erum eða búum, en heimurinn er svo stór þannig þú þarft að fara í þetta með opnum hug. Ég kom hingað til að læra af ykkur öllum. Ég kom til að deila þekkingu minni, en líka til að öðlast meiri þekkingu.“

„Sjáðu hvað er að gerast í heiminum í dag, öll stríðin, því þú telur þig vera betri en hinn. Þetta er að gerast í Rússlandi, Ísrael, Úkraínu, Gaza og á öllum þessum stöðum í Afríku. Þetta er hræðilegt. Bara af því við trúum að við séum betri en hinn. Þannig er það hins vegar ekki.“

„Við erum það sem við erum. Við reynum að ferðast, deila upplifunum og hitta fólk sem gerir okkur að betri manneskju,“
sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner