Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Bournemouth og Arsenal: Sterling byrjar - Saka meiddur
Mynd: Getty Images
Bournemouth tekur á móti Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt. Hér mætast tveir gamlir félagar úr Baskahéraði á Spáni, þar sem Andoni Iraola þjálfar Bournemouth á meðan Mikel Arteta er við stjórnvölinn hjá Arsenal.

Iraola gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Bournemouth sem tapaði óvænt gegn nýliðum Leicester City í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé. Julián Araujo, Alex Scott og Dango Ouattara koma inn í byrjunarliðið fyrir Adam Smith, Ryan Christie og Justin Kluivert.

Þá er Tyler Adams í hóp í fyrsta sinn á tímabilinu eftir bakmeiðsli. Adams er bandarískur miðjumaður sem gerði flotta hluti og vakti mikinn áhuga á sér sem leikmaður Leeds United en hefur verið meiddur nánast allan tímann frá félagaskiptunum til Bournemouth í fyrrasumar.

Arteta gerir einnig þrjár breytingar frá síðustu umferð þegar Arsenal sigraði gegn nýliðum Southampton. Ben White, Mikel Merino og Leandro Trossard koma inn í byrjunarliðið en Bukayo Saka dettur út vegna meiðsla, á meðan Gabriel Jesus sest á bekkinn ásamt Jorginho.

Raheem Sterling heldur sæti sínu á vinstri kantinum, með Gabriel Martinelli á varamannabekknum.

Bournemouth: Kepa, Araujo, Senesi, Zabarny, Kerkez, Scott, Cook, Ouattara, Semenyo, Tavernier, Evanilson.
Varamenn: Travers, Huijsen, Brooks, Christie, Adams, Smith, Sinisterra, Kluivert, Unal.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Calafiori, Rice, Partey, Merino, Sterling, Trossard, Havertz.
Varamenn: Setford, Kiwior, Zinchenko, Lewis-Skelly, Jorginho, Nwaneri, Martinelli, Jesus, Kabia.
Athugasemdir
banner