Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 13:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KA og Vestra: Elfar Árni með fyrirliðabandið - Þrír í banni hjá Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA og Vestri eigast við á Greifavellinum í dag. Vestri getur farið langt með að tryggja sætið sitt í deildinni með sigri í dag. Byrjunarliðin eru komin inn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

Það eru fimm breytingar á liði KA sem steinlá gegn KR 4-0 í síðustu umferð. Hallgrímur Mar Steingrímsson er kominn aftur í liðið eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Þá kemur Elfar Árni Aðalsteinsson inn og tekur fyrirliðabandið.

Kári Gautason, Dagur Ingi Valsson og Valdimar Logi Sævarsson koma einnig inn. Darko Bulatovic, Andri Fannar Stefánsson, Viðar Örn Kjartansson, Jakob Snær Árnason og Bjarni Aðalsteinsson detta út. Bjarni tekur út leikbann og Viðar Örn er ekki í hóp, hinir þrír eru á bekknum.

Elmar Atli Garðarsson, Fatai Gbadamosi og Ibrahima Balde eru allir í banni hjá Vestra þá fer Morten Ohlsen Hansen á bekkinn. Elvar Baldvinsson, Gunnar Jónas Hauksson og Silas Songani koma inn í liðið.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Dagur Ingi Valsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
44. Valdimar Logi Sævarsson

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
9. Andri Rúnar Bjarnason (f)
10. Gunnar Jónas Hauksson
11. Benedikt V. Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
20. Jeppe Gertsen
23. Silas Songani
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Athugasemdir
banner
banner