Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óvænt tap hjá Bröndby - Maria gerði jafntefli við Man Utd
Mynd: Aðsend
Það komu nokkrar íslenskar atvinnukonur í fótbolta við sögu víða um Evrópu í dag, þar sem Ásdís Karen Halldórsdóttir leiddi sóknarlínu Lilleström í norska boltanum.

Lilleström gerði 2-2 jafntefli við botnlið Arna-Björnar og siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar á meðan Rosenborg tapaði á útivelli gegn Stabæk og var þetta fjórði tapleikur liðsins í röð.

Hin hálf-íslenska Iris Omarsdottir var allt í öllu í liði Stabæk í 3-1 sigri gegn Rosenborg. Iris lagði fyrsta mark leiksins upp og skoraði annað markið svo staðan var orðin 2-0 eftir sjö mínútna leik.

Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn í tapliði Rosenborg, sem er einu stigi fyrir ofan Ásdísi og stöllur í Lilleström.

Í danska boltanum tapaði Íslendingalið Bröndby óvænt heimaleik gegn fallbaráttuliði AGF. Bröndby er í þriðja sæti eftir tapið, með 15 stig eftir 10 umferðir. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði heimakvenna.

Að lokum var Maria Thorisdóttir í byrjunarliði Brighton sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United í efstu deild á Englandi.

Brighton hefur farið vel af stað og deilir toppsæti ofurdeildarinnar með Manchester-liðunum, sem eiga þó einn leik til góða.

LSK 2 - 2 Arna-Bjornar

Stabæk 3 - 1 Rosenborg

Brondby 0 - 1 Arhus

Brighton 1 - 1 Man Utd

Athugasemdir
banner
banner