Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sigur hjá Blackburn - Burnley á toppinn
Arnór búinn að missa sætið í liði Blackburn.
Arnór búinn að missa sætið í liði Blackburn.
Mynd: Getty Images
Josh Brownhill skoraði í sigri Burnley.
Josh Brownhill skoraði í sigri Burnley.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum dagsins var að ljúka í Championship deildinni, næstefstu deild enska deildakerfisins.

Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Blackburn Rovers gegn Swansea City, en Blackburn fer upp í sjötta sæti með sigrinum og er í umspilsbaráttu.

Arnór og félagar eiga 18 stig eftir 10 umferðir en Arnór er ekki með sæti í byrjunarliðinu og hefur aðeins komið við sögu í þremur deildarleikjum á tímabilinu.

Burnley er á toppi deildarinnar eftir góðan sigur á útivelli gegn Sheffield Wednsday í dag, þar sem Jaidon Anthony og Josh Brownhill skoruðu mörkin.

Stoke City og Norwich skildu jöfn 1-1 á meðan QPR tapaði heimaleik gegn Portsmouth í botnbaráttunni. Bristol City vann þá á útivelli gegn Middlesbrough og eru liðin jöfn á stigum í efri hluta deildarinnar.

Blackburn 1 - 0 Swansea
1-0 Tyrhys Dolan ('13 )

Middlesbrough 0 - 2 Bristol City
0-1 Anis Mehmeti ('27 )
0-2 Yu Hirakawa ('45 )

Millwall 1 - 1 Derby County
0-1 Jerry Yates ('78)
1-1 Mihailo Ivanovic ('85)

QPR 1 - 2 Portsmouth
1-0 Karamoko Dembele ('9 )
1-1 Freddie Potts ('18 )
1-2 Callum Lang ('57 )

Sheffield Wed 0 - 2 Burnley
0-1 Jaidon Anthony ('37 )
0-2 Josh Brownhill ('50 )

Stoke City 1 - 1 Norwich
1-0 Million Manhoef ('45 )
1-1 Ante Crnac ('45 )
Athugasemdir
banner
banner
banner