Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta um enska landsliðið: Hefði gert það
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fabio Capello vildi fá Arteta í enska landsliðið en FIFA sagði nei
Fabio Capello vildi fá Arteta í enska landsliðið en FIFA sagði nei
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vildi ekki útiloka þann möguleika að taka við enska landsliðinu í framtíðinni, en hann hefði líka spilað fyrir landsliðið hefði FIFA gefið honum grænt ljós til þess.

Arteta hefur búið á Englandi síðustu tvo áratugi. Hann kom árið 2005 og samdi við Everton, en hann lék einnig með Arsenal áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2016.

Eftir það fór hann út í þjálfun þar sem hann var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við Arsenal þremur árum síðar.

Mikil umræða hefur verið um enska landsliðsþjálfarastöðuna en Thomas Tuchel tók við á dögunum og varð þriðji erlendi þjálfarinn í sögu landsliðsins.

Mörgum fannst enska fótboltasambandið vera að senda röng skilaboð út í samfélagið með því að ráða erlendan þjálfara.

„Ég skil þessar skoðanir og tilfinningar. Það er á ábyrgð enska fótboltasambandsins að segja að það sé sía þar sem aðeins enskir þjálfarar koma til greina eða að sían sé þannig að hver sem er kemur til greina og að þeir velja bara þann sem er bestur í því augnabliki. Ég skil að sumir verða leiðir yfir því að hafa ekki enskan þjálfara. Sagan segir okkur hversu mikilvægt þetta getur verið.“

„Ég held að ég myndi bara vera stoltur yfir því hversu margir myndu gera hvað sem er til að gerast þjálfari enska landsliðsins. Það er tengt því hvernig er komið fram við okkur sem útlendinga í landinu, ástríðan, virðingin, sagan og hvernig hlutirnir eru gerðir hérna. Ég get sagt þetta þar sem ég er ekki héðan. Ég held að það eru fá lönd sem geta sagt þetta,“
sagði Arteta um stöðuna.

Arteta segist ekki útiloka neitt þegar það kemur að framtíðinni. Hann horfir ekki bara til spænska landsliðsins og opnaði á þann möguleika að þjálfa England.

„Nei og það er bara tilfinningin að hafa verið hérna í 22 ár (á Bretlandseyjum). Ég hef þessa tilfinningu gagnvart þessu þar sem ég hef alltaf fundið fyrir virðingu, verið velkominn og verið innblásinn af þessu landi, sögu fótboltans og hvernig það er komið fram við mig daglega. Það er eitthvað sem þið ættuð að vera stolt af.“

Arteta var nálægt því að fá tækifærið til að spila fyrir enska landsliðið. Fabio Capello var þá þjálfari Englendinga, en hann vildi fá Arteta, sem átti unglingalandsleiki að baki fyrir Spán, en var ekki í myndinni hjá þjóð sinni.

Hann hafði búið á Englandi í fimm ár sem átti að duga, en FIFA hafnaði beiðninni. Arteta hefur áður sagt að hann hafi verið tilbúinn að fara í stríð við FIFA vegna úrskurðarins. Arteta viðurkennir að hann hafði áhuga á að spila fyrir England.

„Ég hefði gert það og er mjög stoltur yfir því. Ég var mjög raunsær, svona þegar ég horfði á leikmennina sem Spánn var með á þessum tíma og hversu stór áskorun það var. Maður þarf að þekkja sitt stig, það er mjög mikilvægt og horfa í spegilinn. Það varð ekkert úr því, en það var mjög gott, að geta alla vega hugsað um það,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner