Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Richarlison og Son orðnir leikfærir
Mynd: Getty Images
Richarlison og Heung-Min Son eru báðir leikfærir og geta því verið með þegar Tottenham mætir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni klukkan 11:30 í dag.

Son, fyrirliði Tottenham, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla aftan í læri.

Hann hafði skorað tvö og gefið tvær stoðsendingar áður en hann meiddist en það eru frábærar fréttir fyrir Tottenham að hann sé klár í slaginn gegn West Ham.

Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison er einnig orðinn leikfær en hann hefur ekki spilað síðan í lok ágúst.

Richarlison er samtals með 25 mínútur spilaðar á tímabilinu en hann verður einnig til taks fyrir leikinn gegn West Ham. Þetta staðfesti Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, á blaðamannafundinum í gær.

Tottenham þarf verulega á þessum tveimur að halda en liðið hefur aðeins náð í tíu stig úr sjö deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner