Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
Willum Þór hetjan í sigri - 36 ára Birkir skoraði í Serie B
Mynd: Getty Images
Mynd: Grimsby
Mynd: Getty Images
Mynd: Sandefjord
Það komu nokkur Íslendingalið við sögu í evrópska boltanum í dag, þar sem Willum Þór Willumsson var hetjan í flottum sigri Birmingham í ensku League One deildinni.

Willum Þór var í byrjunarliði Birmingham á útivelli gegn Lincoln City og var staðan 1-1 í leikhlé.

Willum lét til skarar skríða í síðari hálfleik þar sem hann skoraði á 52. mínútu og lagði svo upp á 79. mínútu, skömmu eftir að heimamenn í Lincoln klúðruðu vítaspyrnu.

Lokatölur urðu 1-3 fyrir Birmingham sem er á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 10 umferðir. Alfons Sampsted var ónotaður varamaður.

Í League Two deildinni, sem er fjórða efsta deild, var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby en tókst ekki að koma í veg fyrir slæmt tap á heimavelli.

Toppbaráttulið Walsall vann viðureignina með þriggja marka mun og situr Grimsby eftir um miðja deild, með 18 stig eftir 12 umferðir.

Í næstefstu deild á Ítalíu fékk hinn 36 ára gamli Birkir Bjarnason að spreyta sig í tapleik hjá Brescia.

Birkir hefur fengið afar lítinn spiltíma á leiktíðinni en nýtti tækifærið í dag með því að minnka muninn fyrir Brescia niður í tveggja marka mun eftir að liðið hafði lent 1-4 undir.

Brescia er í fimmta sæti B-deildarinnar, með 13 stig eftir 9 fyrstu umferðirnar.

Stefán Ingi Sigurðarson kom að lokum inn af bekknum í fræknum 0-1 sigri Sandefjord á útivelli gegn Molde í efstu deild norska boltans. Sandefjord stökk upp úr fallsæti með sigrinum og er núna einu stigi frá fallsvæðinu.

Þetta tap er skellur fyrir Molde sem hefði farið upp í 2. sæti, sem veitir þátttökurétt í forkeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, með sigri,

Lincoln City 1 - 3 Birmingham
1-0 B. Cadamarteri ('1)
1-1 K. Anderson ('14)
1-2 Willum Þór Willumsson ('52)
1-2 R. Hackett-Fairchild, misnotað víti ('72)
1-3 K. Anderson ('79)

Brescia 2 - 4 Sassuolo
0-1 D. Boloca ('2)
1-1 R. Fogliata ('20)
1-2 C. Volpato ('55)
1-3 A. Lauriente ('57)
1-4 E. Iannoni ('82)
2-4 Birkir Bjarnason ('83)

Grimsby 1 - 4 Walsall

Molde 0 - 1 Sandefjord

Athugasemdir
banner
banner