Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 10:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og West Ham: Son og Bissouma koma inn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham tekur á móti West Ham United í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eigast við í nágrannaslag í London, höfuðborg Englands.

Ange Postecoglou þjálfari Tottenham gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði gegn Brighton í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé, þar sem Heung-min Son kemur inn á vinstri kantinn fyrir Timo Werner og Yves Bissouma inn á miðjuna fyrir Rodrigo Bentancur.

Werner og Bentancur setjast báðir á bekkinn þar sem þeir eru ásamt Richarlison, sem er að koma aftur úr meiðslum.

Tottenham er með 10 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili, en West Ham er komið með 8 stig.

Julen Lopetegui teflir fram sama byrjunarliði og sigraði nýliða Ipswich Town í síðustu umferð, þar sem Tomas Soucek og Michail Antonio halda byrjunarliðssætum sínum ásamt Guido Rodriguez og Jean-Clair Todibo.

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Van de Ven, Udogie, Bissouma, Maddison, Kulusevski, Johnson, Solanke, Son.
Varamenn: Forster, Dragusin, Gray, Bentancur, Sarr, Bergvall, Moore, Richarlison, Werner.

West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Emerson, Rodriguez, Soucek, Paqueta, Kudus, Bowen, Antonio.
Varamenn: Fabianski, Cresswell, Soler, Coufal, Summerville, Mavropanos, Guilherme, Ings, Alvarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner