Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ef þetta gerðist þá biðst ég innilegrar afsökunar
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool eru ekkert alltof sáttir við afsökunarbeiðnina sem Pep Guardiola, stjóri Manchester City, bauð uppá á blaðamannafundi í dag.

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu eftir 1-0 sigurinn á Manchester City síðustu helgi.

Lítill stuðningsmannahópur Man City söng níðsöngva um Hillsborough-slysið og hefur Liverpool þegar tilkynnt það til enska knattspyrnusambandsins. Man City hefur ekkert tjáð sig um þetta atvik síðan leiknum lauk.

Guardiola var spurður út í þessa söngva á blaðamannafundi í dag og baðst afsökunar, en hann segist ekki hafa orðið var við þessa söngva og hljómaði svolítið eins og hann sé að draga þetta atvik í efa.

„Ég heyrði ekki þessa söngva. Ef þetta gerðist þá biðst ég innilegrar afsökunar," sagði Guardiola á blaðamannafundi.

„Ef þetta er það sem gerðist þá vil ég koma því á framfæri að hvorki við sem lið né félagið stendur fyrir. En ekki hafa áhyggjur, við getum hagað okkur fullkomlega eftir þessi mistök. Það verður ekkert vandamál," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner