Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Kovacic sveiflaði djásninu að leikslokum
Kovacic hefur unnið sex mismunandi titla með Chelsea. Bara úrvalsdeildin sem er eftir.
Kovacic hefur unnið sex mismunandi titla með Chelsea. Bara úrvalsdeildin sem er eftir.
Mynd: epa

Mateo Kovacic átti flottan leik á miðju Chelsea í 1-1 jafntefli gegn Manchester United í dag.


Kovacic var skipt inn í fyrri hálfleik þegar Graham Potter gerði taktíska skiptingu til að stöðva miðjuspil Man Utd.

Hann hljóp úr sér líftóruna og var meðal einkunnahæstu leikmanna vallarins í einkunnagjöf Sky Sports að leikslokum.

Kovacic er örlátur maður og gaf ekki aðeins treyjuna sína að leikslokum heldur einnig stuttbuxurnar og fékk engan fatnað í staðinn.

Hann vakti því mikla athygli á sér þegar hann labbaði af velli í mjög þröngum nærbuxum einum klæða.


Athugasemdir
banner
banner