Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Chris Wood gefur okkur miklu meira en bara mörk
Mynd: Getty Images
Mynd: Nottingham Forest
Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest, svaraði spurningum eftir 1-0 sigur gegn Crystal Palace í jöfnum slag í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Chris Wood skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik með skoti utan vítateigs. Dean Henderson markvörður Palace var í boltanum og hefði átt að verja boltann, en tókst ekki.

„Ég er mjög ánægður með strákana og sérstaklega Matz (Sels, markvörður), hann var besti leikmaðurinn okkar í dag gegn mjög erfiðu Palace liði. Það var frábært að landa þessum sigri á heimavelli, stuðningsfólkið hefur verið að bíða eftir þessu lengi," sagði Espirito Santo, en þetta er fyrsti sigur Forest á heimavelli á tímabilinu.

Þrátt fyrir slakt gengi heima fyrir er Forest búið að gera frábæra hluti á útivöllum, þar sem lærlingar Espirito Santo hafa meðal annars sigrað gegn Liverpool og gert jafntefli við Chelsea og Brighton.

Liðið er komið með 13 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar á deildartímabilinu og deilir sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar með Tottenham. Chris Wood er markahæsti leikmaður Forest í deildinni með 5 mörk skoruð, sem er jafn mikið og leikmenn á borð við Ollie Watkins og Mohamed Salah eru búnir að skora hingað til.

„Chris gefur þessu liði svo mikið meira heldur en bara mörkin sem hann skorar. Auðvitað eru mörkin hans mikilvæg en þau eru ekki það mikilvægasta við hans leik. Hann er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur, hvernig hann heldur boltanum og tengir spilið og líka hvernig hann verst.

„Hann nýtur mikillar virðingar í búningsklefanum og strákarnir taka mark á því sem hann segir. Hann er frábær fyrirmynd fyrir ungu strákana og við erum virkilega þakklátir fyrir að hafa hann innan okkar raða."


Forest var án James Ward-Prowse og Morgan Gibbs-White, sem voru báðir í leikbanni, fyrir slaginn í dag og er Espirito Santo stoltur af því hvernig aðrir leikmenn fylltu í þau risastóru skörð sem mynduðust.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 8 7 0 1 15 3 +12 21
2 Man City 8 6 2 0 19 9 +10 20
3 Arsenal 8 5 2 1 15 8 +7 17
4 Aston Villa 8 5 2 1 15 10 +5 17
5 Brighton 8 4 3 1 14 10 +4 15
6 Chelsea 8 4 2 2 17 10 +7 14
7 Tottenham 8 4 1 3 18 9 +9 13
8 Nott. Forest 8 3 4 1 8 6 +2 13
9 Newcastle 8 3 3 2 8 8 0 12
10 Fulham 8 3 2 3 11 11 0 11
11 Bournemouth 8 3 2 3 10 10 0 11
12 Man Utd 8 3 2 3 7 9 -2 11
13 Brentford 8 3 1 4 14 15 -1 10
14 Leicester 8 2 3 3 12 14 -2 9
15 West Ham 8 2 2 4 11 15 -4 8
16 Everton 8 2 2 4 9 15 -6 8
17 Ipswich Town 8 0 4 4 6 16 -10 4
18 Crystal Palace 8 0 3 5 5 11 -6 3
19 Southampton 8 0 1 7 6 18 -12 1
20 Wolves 8 0 1 7 10 23 -13 1
Athugasemdir
banner