Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nokkrir orðaðir frá Man Utd - Undirbúa brottför Xabi Alonso
Powerade
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Oscar Gloukh kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Oscar Gloukh kemur við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins á þessum ágæta þriðjudegi.

Bayern München og Marseille hafa bæst í kapphlaupið um Marcus Rashford (26), framherja Manchester United, en Paris Saint-Germain hefur líka sýnt honum áhuga. (Teamtalk)

Man Utd er tilbúið að hlusta á lánstilboð í kantmanninn Antony (24) í janúar. (Football Insider)

Ótrúlegt en satt, þá er goðsögnin Francesco Totti (48) að hugsa um endurkomu á fótboltavöllinn en hann lagði skóna á hilluna 2017 eftir magnaðan feril með Roma. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal, Aston Villa og Newcastle hafa áhuga á Oscar Gloukh (20), sóknarsinnuðum miðjumanni Red Bull Salzburg. (Caught Offside)

Bayer Leverkusen er að undirbúa sig fyrir það að stjórinn Xabi Alonso yfirgefi félagið næsta sumar en hann hefur verið orðaður við Manchester City og Real Madrid. (Sky Germany)

Joshua Zirkzee (26) gæti yfirgefið Man Utd á láni í janúar en Juventus hefur áhuga. (Calciomercato)

Everton er að undirbúa 17 milljón punda tilboð í Semih Kilicsoy (19), sóknarmann Besiktas í Tyrklandi. (Kontraspor)

Arsenal er að skoða leiðir til að stækka Emirates leikvanginn. (Times)

Bandaríski rapparinn A$AP Rocky er hluti af fjárfestingarhópi sem er að skoða það að kaupa enska fótboltafélagið Tranmere Rovers. (Sun)

Man Utd og Chelsea eru áhugasöm um Ronald Araujo (25), miðvörð Barcelona. (Caught Offside)

Arsenal beinir sjónum sínum að sóknarmanninum Bryan Mbeumo (25) eftir að hann byrjaði tímabilið frábærlega með Brentford. (Football Insider)

Julen Lopetegui er ekki í hættu á að missa starf sitt hjá West Ham strax þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (Guardian)

Arsenal og Chelsea eru að fylgjast með stöðu mála hjá Dusan Vlahovic (24), sóknarmanni Juventus. (TBR Football)
Athugasemdir
banner
banner