Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 09:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa áhuga á Antony en eru með áhyggjur gagnvart honum
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið Ajax hefur rætt um það að reyna að fá Antony aftur frá Manchester United.

En samkvæmt Telegraaf þá hefur félagið áhyggjur af hugarfari hans.

Brasilíski kantmaðurinn gekk í raðir Man Utd frá Ajax fyrir 86 milljónir punda sumarið 2022. Kaupin á honum eru líklega þau verstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 24 ára gamli Antony hefur einungis skorað 12 mörk í 86 leikjum fyrir United en á yfirstandandi tímabili hefur hann verið í algjöru aukahlutverki. Hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigri gegn Brentford um síðustu helgi.

Ajax hefur áhuga á honum, en hollenska stórliðið er einnig með áhyggjur af hugarástandi hans og hvort að hann geti fundið sitt gamla form aftur eftir hræðilegan tíma í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner