Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er að spila á mun hærra stigi en maður áttar sig á
Mikael Egill er byrjunarliðsmaður í ítölsku úrvalsdeildinni.
Mikael Egill er byrjunarliðsmaður í ítölsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég henti þessu fram upp á skrifstofu Fótbolta.net um daginn og sprengdi höfuðið af mönnum," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Hann benti þá á að í síðasta landsliðshópi væri Mikael Egill Ellertsson að spila á næst hæsta stiginu. Hann er leikmaður Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni og hefur byrjað sex leiki í Serie A hingað til.

„Einu mennirnir í fasta hópnum sem eru að spila á hærra stigi eru Orri Steinn Óskarsson sem er í Evrópuliði Real Sociedad og Albert Guðmundsson - sem var ekki í síðasta hóp - í mjög góðu liði Fiorentina."

Mikael Egill er 22 ára gamall kantmaður en hann hefur verið fastamaður í landsliðshópnum upp á síðkastið. Hann fékk að byrja síðasta landsleik gegn Tyrklandi og fékk þar sitt stærsta tækifæri með landsliðinu til þessa.

„Nú er ég ekki að segja að hann sé betri en hinir leikmennirnir, ég bara að tala um gæðastigið sem hann spilar á," sagði Tómas en það má deila um að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, sé að spila á hærra stigi. „Aðalatriðið er að maður áttaði sig ekki á því hvaða stigi hann er að spila á."

„Það er ótrúlega góður punktur. Ég held að enginn nema hans nánasta fjölskylda átti sig á því," sagði Elvar léttur.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Framtíð Norðmannsins og fall Fylkis
Athugasemdir
banner