Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forlan gerist atvinnumaður í annarri íþrótt
Diego Forlan.
Diego Forlan.
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Diego Forlan mun leika sinn fyrsta atvinnumannaleik í tennis í næsta mánuði.

Hann mun þá keppa í tvíliðaleik á móti í Montevideo í heimalandi sínu, Úrúgvæ.

Hinn 45 ára gamli Forlan, sem hætti í fótbolta árið 2019, mun spila við hlið Argentínumannsins Federico Coria. Sá er númer 101 á heimslistanum í einliðaleik.

Forlan var efnilegur í tennis á sínum yngri árum og hann hefur verið að leika sér í íþróttinni eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna. Núna mun hann hins vegar spila alvöru leik.

Forlan lék á sínum tíma fyrir Manchester United en hann átti líklega sín bestu ár hjá Atletico Madrid og Villarreal á Spáni. Hann spilaði 112 landsleiki fyrir Úrúgvæ og var markahæsti leikmaðurinn á HM 2010.


Athugasemdir
banner