Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ýmsar kenningar en ástæðan fyrir fjarverunni voru bakmeiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það veltu margir því fyrir sér hvers vegna Frederik Schram var ekki í leikmannahópi Vals þegar liðið heimsótti FH í Hafnarfjörðinn á laugardag.

Ögmundur Kristinsson var mættur aftur í markið hjá Val en á bekknum var Stefán Þór Ágústsson sem Valur fékk frá Selfossi fyrir tímabilið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

Frederik var aðalmarkvörður Vals fyrri hluta tímabilsins en nokkrum leikjum eftir komu Ögmunds varð breyting og Ögmundur fór í markið. Þá var búið að greina frá því að Frederik yrði ekki áfram hjá Val eftir þetta tímabil. Frederik hafði hins vegar varið mark Vals í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla Ögmunds.

Ögmundur þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla í leiknum gegn FH og lék Stefán lokakaflann í leiknum.

Frederik hefur verið orðaður við FH og einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort sá orðrómur hafi verið ástæðan fyrir hans fjarveru í leiknum - sem sagt að Valsmenn vildu ekki tefla honum fram í mikilvægum leik gegn liðinu sem hann gæti verið á leið í. Valur er í harðri baráttu um Evrópusæti og þarf að fá stig í lokaumferðinni til að tryggja sér það.

En svo var ekki. Frederik staðfestir í samtali við Fótbolta.net í dag að meiðsli í baki hafi verið ástæðan fyrir því að hann var ekki í hópnum á laugardaginn.
Innkastið - Stjórnlaust hringleikahús
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Athugasemdir
banner
banner