Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Smári: Lélegt taktískt útspil hjá einhverjum ódýrum hlaðvörpum
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude á eitt ár eftir af samningi sínum við Vestra en að undanförnu hefur hann verið orðaður við önnur störf.

Var hann orðaður við Fylki áður en Árni Freyr Guðnason var ráðinn og þá hefur hann einnig verið nefndur í tengslum við starfið hjá ÍBV.

Davíð Smári var sjálfur spurður út í sögurnar eftir tap Vestra gegn KA á dögunum.

„Ég er bara með samning út næsta ár og mér hefur ekki dottið í hug að hugsa um það," sagði Davíð Smári spurður að því hvort að hann yrði áfram með Vestra.

„Ég held að þetta sé eitthvað lélegt taktískt útspil hjá einhverjum ódýrum hlaðvörpum - til að reyna að koma einhverri óeiningu í okkar lið. Ég er staðráðinn í að klára það verkefni sem við erum, sem er að halda okkur í þessari deild."

„Annað hugsa ég ekki um."

Vestri er með jafnmörg stig og HK fyrir lokaumferðina en þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni.
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Athugasemdir
banner
banner