Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona verður fyrirkomulagið á miðasölu fyrir úrslitaleikinn
Frá Víkingsvelli.
Frá Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðasala fyrir stærsta leik síðustu ára í íslenskum fótbolta hefst núna í hádeginu. Víkingur og Breiðablik eigast við næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni.

Víkingar eru með yfirhöndina fyrir leikinn þar sem þeir eru með mun betri markatölu. Liðin eru hins vegar jöfn að stigum.

Víkingar hafa tilkynnt fyrirkomulagið fyrir miðasöluna í dag en það verður svona:

12:00 – ársmiðahafar Víkings fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku.
13:00 – ársmiðahafar Víkings fá sent SMS hlekk á miðasölu í stæði.
14:00 – almenn miðasala til Víkinga hefst, séu miðar enn til.

Miðasala til stuðningsfólks Breiðabliks fer fram hjá Blikum, en það verða um 250 miðar í boði þar. Breiðablik fær 10 prósent miða.

Í reglum KSÍ um knattspyrnuleikvanga segir: Minnst 5% heildarrýmis leikvangs skal vera tekið frá fyrir fylgismenn gestaliðs og vera innan lokaðs hólfs. Þessi forsenda er þó háð ákvörðun KSÍ og/eða staðaryfirvalda hvað varðar öryggi og gæslu (áhættusamir leikir o.s.frv.). Skilyrðið um lokað hólf þarf ekki að uppfylla á leikjum í mótum innanlands, nema KSÍ geri sérstaklega kröfu til slíks.

Það mun án efa seljast upp á mettíma en færri munu komast að en vilja á þennan stórmerkilega leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner