Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 23. janúar 2024 15:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert Gunnþór á leið í KFA
Var fyrirliði FH á síðasta tímabili.
Var fyrirliði FH á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Eggert Gunnþór Jónsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir KFA. Hann lokar þar með hringnum en hann hóf meistaraflokksferilinn með Fjarðabyggð sumarið 2004.

Eggert er 35 ára og getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni. Hann fer til KFA eftir að hafa spilað með FH frá sumrinu 2020. Samningur hans við FH rann út í lok síðasta tímabils.

KFA er í 2. deild og var hársbreidd frá því að fara upp úr deildinni í fyrra en sat eftir í deildinni með verri markatölu en ÍR sem fór upp.

Eggert á að baki farsælan feril sem atvinnumaður en hann lék með Hearts í Skotlandi, Wolves, Charlton og Fleetwood á Englandi, Belenenses í Portúgal og svo Vestsjælland og Sönderjyske í Danmörku. Hann varð bikarmeistari með Sönderjyske vorið 2020 og hélt í kjölfarið til FH.

Eggert á að baki 21 leik með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn síðasta landsleik í janúar 2019 þegar hann byrjaði gegn Svíþjóð í vináttulandsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner