Fjarðabyggð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig
Lokastaða í fyrra: Fjarðabyggð endaði í 8. sæti í fyrra eftir að hafa verið spáð 11. sæti líkt og í ár. Liðið var aldrei í neinni fallbaráttu og var lengstum í sjötta sæti deildarinnar. Liðið náði í fimmtán af 24 stigum á heimavelli. Liðið skoraði 30 mörk og fékk á sig 36. Liðið endaði á að tapa síðustu þremur leikjum mótsins.
Þjálfarinn: Heimir Þorsteinsson ákvað að taka við Fjarðabyggð á nýjan leik fyrir þessa leiktíð en hann stýrði félaginu í um það bil áratug frá 2004 til 2014, með pásum inn á milli. Hann tekur við liðinu eftir að Dragan Stojanovic hafði þjálfað liðið undanfarin ár. Heimir hefur þá Vilberg Marinó Jónasson og Stefán Þór Eysteinsson sér til halds og trausts, auk þess að njóta aðstoðar frá Helga Ásgeirssyni. Undanfarin ár hefur Heimir þjálfað yngri flokka hjá Þrótti í Neskaupstað og þekkir hann því mjög vel til þeirra ungu leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistarflokknum.
Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.
„Lið Fjarðabyggðar sem endaði í 8. sæti í fyrra var vel skipulagt og erfitt að eiga við en í vetur hafa orðið miklar breytingar. Heimir Þorsteinsson hefur tekið við þjálfun liðsins af Dragan Stojanovic og má reikna með öðruvísi brag yfir liðinu. Heimir er að austan og hefur strax náð að semja við þrjá heimastráka um að snúa aftur en Vikingur Pálma, Hákon Þór og Adam Örn hafa samið um að leika með liðinu í sumar. Auk þess hefur Fjarðabyggð náð að halda í sína sterkustu erlendu leikmenn, Milos Peric markmann og Vice Kendes sóknarmann."
Styrkleikar: „Styrkleikar liðsins felast að okkar mati í því að vera búnir að styrkja liðið með meira hjarta, mönnum sem tilbúnir eru að fórna sér fyrir málstaðinn og standa stoltir með merkið á brjóstinu. Ungir og efnilegir strákar hafa verið að koma upp og gætu fengið stærra hlutverk, gömlu heimamennirnir munu vega mikið í inntöku þeirra ungu í liðið og fengnir hafa verið færri en áfram góðir erlendir leikmenn sem styrkja liðið. Heimavöllurinn þarf að vega þungt í sumar og þar má liðið ekki tapa mörgum stigum svo það fari ekki illa."
Veikleikar: „Veikleikarnir eru ekki miklir, helsti veikleiki er sá að liðin í kring eru sterkari en áður og gæti sumarið því orðið erfitt fyrir Austfirðinga. Einnig er spurningarmerki hver spilar sem framherji og á að skora mörkin, líklega verður treyst mikið á mörk frá köntum og miðju."
Lykilmenn: Vice Kendes, Milos Peric og Víkingur Pálmason.
Gaman að fylgjast með: Adam Örn Guðmundsson snýr heim og spilar með Fjarðabyggð í sumar. Hann kemur á láni frá KA þar sem hann kom við sögu í nokkrum leikjum í fyrra. Adam steig sín fyrstu skref 2017 og lék áfram stórt hlutverk 2018. Það verður gaman að sjá Adam Örn á vellinum í sumar.
Komnir:
Adam Örn Guðmundsson frá KA, lán
Víkingur Pálmason byrjaður aftur
Sævar Harðarson byrjaður aftur
Hákon Sófusson byrjaður aftur
Sólmundur Aron Björgólfsson frá Leikni F.
Vice Kendes aftur frá Króatíu
Stefan Kladar frá Króatíu
Denis Vnukov frá Eistlandi
Halldór B Bjarneyjarson byrjar aftur
Arnór Ingi Helgason frá Þór
Farnir:
Mikael Natan Róbertsson til Svíþjóðar
Faouzi Taieb Benabbas
Guðjón Máni Magnússon í Hauka
Joel Antonio Cunningham
Lazar Cordasic til Serbíu
Nikola Kristinn Stojanovic í Þór (var á láni)
Ruben Lozano Ibanos til Spánar
Milos Ivankovic kom en fékk að rifta samningi.
Fyrstu þrír leikir:
8. maí Völsungur heima (Fjarðab. höllin)
15. maí Þróttur V. úti
22. maí Magni heima (Fjarðab. höllin)
Athugasemdir