Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 14:48
Elvar Geir Magnússon
Bellingham sagður helst vilja fara til Real Madrid
Spænska fréttasíðan Relevo segir að enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham búist við því að yfirgefa Borussia Dortmund næsta sumar og efst á óskalista hans sé að ganga í raðir Real Madrid.

Sagt er að leikmaðurinn ungi hafi ekki lokað neinum dyrum en telji að besta skrefið fyrir sinn feril væri að fara til spænska stórliðsins.

Bellingham er nítján ára gamall miðjumaður og er eitt skærasta ungstirni heimsfótboltans.

Ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea, Manchester City, Manchester United og Liverpool hafa öll áhuga á enska landsliðsmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner