Víkingur R. 2 - 2 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason ('15)
1-1 Finnur Tómas Pálmason ('50, sjálfsmark)
2-1 Júlíus Magnússon ('61)
2-2 Atli Sigurjónsson ('79)
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KR
Víkingur R. og KR áttust við í eina leik kvöldsins í íslenska boltanum og tóku gestirnir úr Vesturbænum forystuna eftir stundarfjórðung.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði þá eftir darraðadans í kjölfar hornspyrnu og leiddi KR sanngjarnt 0-1 í leikhlé.
KR-ingar komust nálægt því að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar Pálmi Rafn Pálmason klúðraði úr dauðafæri. Víkingar tóku markspyrnu og geystust í sókn þar sem Ari Sigurpálsson keyrði upp að endalínu og gaf boltann fyrir markið. Finnur Tómas Pálmason varð fyrir því óláni að fá fyrirgjöfina í sig og þaðan fór boltinn í netið - staðan orðin 1-1 eftir þetta óheppilega sjálfsmark.
Tíu mínútum síðar tók Júlíus Magnússon forystuna fyrir heimamenn með bylmingsskoti en Atli Sigurjónsson var staðráðinn í því að svara fyrir KR. Á fimm mínútna kafla átti Atli skot sem var varið og skot í stöng áður en hann jafnaði eftir góðan undirbúning frá Theódóri Elmari Bjarnasyni.
Bæði lið komust í fín færi á spennandi lokamínútum en lokatölur urðu 2-2. Víkingur er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir KA fyrir lokaumferðina.
KR er í fjórða sæti, tíu stigum eftir Víkingi R.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |