West Ham og Bournemouth mætast í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á London-leikvanginum klukkan 19:00 í kvöld en byrjunarlið beggja liða eru klár.
David Moyes, stjóri West Ham, gerir aðeins eina breytingu frá 1-0 tapinu gegn Liverpool í síðustu viku. Said Benrahma kemur inn fyrir Pablo Fornals.
Lið Bournemouth er óbreytt frá því það tapaði fyrir Southampton, 1-0.
Bournemouth er í 13. sæti með 13 stig en West Ham í 17. sæti með 11 stig.
West Ham: Fabianski, Johnson, Kehrer, Zouma, Cresswell, Rice, Soucek, Bowen, Downes, Benrahma, Scamacca.
Bournemouth: Neto, Fredericks, Mepham, Senesi, Smith, Cook, Lerma, Christie, Billing, Tavernier, Solanke.
Athugasemdir