Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea að bæta öðrum ráðgjafa við teymið

Todd Boehly er að ráða hóp af hátt skrifuðum ráðgjöfum innan fótboltaheimsins. Þessir ráðgjafar eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað fyrir félög sem eru partur af stærra batteríi, eins og hjá Red Bull eða City Football Group.


Boehly, sem keypti Chelsea í sumar, vill bæta fleiri fótboltafélögum við sig og mun nýta sér þessa nýju ráðgjafa til að koma öllu í gang.

Nýjasti ráðgjafinn sem Chelsea er að ráða til sín heitir Laurence Stewart og starfar sem yfirmaður tæknimála hjá AS Mónakó í franska boltanum.

Stewart hefur verið hjá Mónakó í tvö ár en þar áður starfaði hann fyrir Red Bull hópinn. 

Auk þess að hafa starfað fyrir Red Bull hefur Stewart verið hjá Everton, Man City og enska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner