Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Freyr að gera góða hluti í Danmörku
Í leik gegn OB.
Í leik gegn OB.
Mynd: Midtjylland
Hinn sautján ára Daníel Freyr Kristjánsson hefur byrjað vel hjá Midtjylland eftir að hafa gengið í raðir danska félagsins frá Stjörnunni í sumar.

Daníel hefur byrjað þrjá leiki á tímabilinu með U19 ára liði Midtjylland, þar af tvo síðustu og hefur tekið þátt í öllum leikjunum með liðinu fyrir utan einn. Þá ferðaðist hann með varaliði félagsins til Portúgals í kringum Meistaradeildarleik aðalliðsins.

Daníel hefur verið iðinn við kolann að leggja upp í undanförnum leikjum og lagði m.a. upp tvö mörk í 1-7 útisigri á Silkeborg á laugardag.

Midtjylland er á toppi U19 deildarinnar með 27 stig eftir tíu leiki og markatöluna 42-16, það eru sem sagt um sex mörk að meðaltali í leik skoruð í leikjum liðsins.

Daníel var í U19 landsliðinu í júní og í síðasta mánuði. Við fréttina eru myndir af Daníel sem birtar eru með leyfi Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner