Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 24. október 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einhver albesti einstaklingur sem ég hef á ævi minni kynnst"
,,Sturlað eintak''
Dusan Brkovic
Dusan Brkovic
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta (Dusan) er einhver albesti einstaklingur sem ég hef á ævi minni kynnst. Þetta er svo mikill atvinnumaður að það er bara ekki eðlilegt. Hann er svo gjörsamlega tilbúinn að fórna sér í hverja einustu stöðu," sagði Ívar Örn Árnason, annar af miðvörðum KA, eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í gær. Hann var spurður út í félaga sinn í hjarta varnarinnar hjá KA.

Ívar hefur átt frábært tímabil og við hlið hans hefur Serbinn Dusan Brkovic spilað. Dusan gekk í raðir KA fyrir síðasta tímabil og hefur spilað frábærlega með KA. Á laugardag var valið á úrvalsliði ársins opinberað og er Ívar í liðinu og Dusan á bekknum.

Sjá einnig:
Úrvalslið ársins í Bestu deildinni 2022

„Það er bara þvílíkur lúxus fyrir klúbbinn að eiga þennan leikmann og hafa hann hjá okkur. Hann er svo gífurlega mikilvægur, setur standardinn, hann er mættur fyrstur og farinn síðastur úr klefanum í kringum hverja einustu æfingu. Hann mætir á hverjum einasta degi í ræktina - þetta er sturlað eintak."

„Hann lætur mig vera rólegan á boltanum af því ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bakka mig upp,"
sagði Ívar.

Dusan er 33 ára gamall og kom til KA frá Radnik í Serbíu sem endaði í sjötta sæti serbnesku deildarinnar vorið 2021.
Ívar Örn: Vildi ekkert meira en að troða sokk upp í þónokkra innan klúbbsins
Athugasemdir
banner
banner
banner