Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 15:07
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni framlengir við KA út 2024
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024.

„Þetta eru frábærar fréttir enda er Elfar Árni algjör lykilmaður í liði KA og verið það síðan hann gekk í raðir okkar fyrir sumarið 2015," segir í tilkynningu KA.

Elfar Árni sem er 32 ára gamall hefur nú leikið 163 leiki í deild og bikar fyrir KA og gert í þeim 66 mörk en hann skoraði sitt 50 mark í efstu deild í 0-3 útisigri KA á Stjörnunni í gær en 38 af þeim hefur hann gert fyrir KA. Áður en hann gekk í raðir KA lék hann með Breiðabliki og uppeldisfélagi sínu Völsung á Húsavík.

Sumarið 2019 hlaut Elfar Árni bronsskóinn í efstu deild þegar hann gerði 13 mörk í 20 leikjum og var hann valinn besti leikmaður KA það tímabilið af leikmönnum og stjórn KA.

„Við erum í skýjunum með að halda þessum öfluga kappa áfram innan okkar raða en ekki nóg með að vera gríðarlega öflugur sóknarmaður er barátta og áræðni hans til fyrirmyndar og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast áfram með framgöngu Elfars í gula og bláa búningnum."

KA hefur gert flotta hluti í sumar og tekur þátt í Evrópukeppni á næsta ári. Félagið hefur verið að gera nýja samninga við marga af sínum leikmönnum að undanförnu.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner