Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Emery samþykkir tilboð Aston Villa
Unai Emery er að snúa aftur til Englands
Unai Emery er að snúa aftur til Englands
Mynd: EPA
Unai Emery er að taka við Aston Villa og mun fljúga til Englands á morgun en þetta segir spænski blaðamaðurinn Gerard Romero á samfélagsmiðlum í kvöld.

Steven Gerrard var rekinn frá Villa fyrir helgi eftir að arfaslaka byrjun á tímabilinu. 3-0 tapið gegn Fulham var kornið sem fyllti mælinn.

Villa hefur rætt við nokkra stjóra en fyrr í dag bárust fréttir af því að félagið væri tilbúið að greiða riftunarákvæði Unai Emery hjá Villarreal.

Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero segir á Twitter í kvöld að allt sé klappað og klárt. Emery sé búinn að samþykkja samningstilboð Villa og að hann muni fljúga til Bretlandseyja á morgun.

Emery stýrði Villarreal í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og vann Evrópudeildina með liðinu árið áður.

Spánverjinn mun þjálfa í annað sinn á Englandi en hann stýrði Arsenal frá maí 2018 til nóvember 2019. Hann náði frábærum árangri með Sevilla í Evrópudeildinni og vann keppnina þrjú ár í röð.

Hann hefur samtals farið fimm sinnum í úrslit Evrópudeildarinnar en eina skiptið sem hann tapaði var í stjórnartíð hans með Arsenal árið 2019. Þá tapaði liðið fyrir Chelsea í Baku, 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner