Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 24. október 2022 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður ÍA: Við erum ekki heimskir
Alex Davey glímir við meiðsli
ÍA þarf að fagna marki allavega tíu sinnum næsta laugardag.
ÍA þarf að fagna marki allavega tíu sinnum næsta laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alex Davey var ekki með gegn ÍBV.
Alex Davey var ekki með gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór á tvö ár eftir af samningi sínum.
Jón Þór á tvö ár eftir af samningi sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net heyrði af því að ÍA hefði rift samningi sínum við enska varnarmanninn Alex Davey. Davey hefur komið við sögu í níu leikjum ÍA á tímabilinu en var ekki í leikmannahópnum gegn ÍBV um helgina eftir að hafa leikið í tveimur leikjum þar á undan. Samningur hans á að renna út eftir næsta tímabili.

Leitað var till Eggerts Herbertssonar, formanns ÍA, til að fá staðfestingu á þessum tíðindum.

„Við erum bara að klára tímabilið, ég staðfesti ekki neitt um leikmannamál fyrr en tímabilið er búið," sagði Eggert.

„Alex er búinn að vera meiddur meira og minna í sumar, var að spila tæpur og þegar örlögin voru næstum ráðin er engin ástæða til að spila mönnum sem eru tæpir. Það var ástæðan fyrir því að hann var ekki í hóp, ekkert sem snýr að samningamálum."

Þurfa að fara í naflaskoðun
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, svaraði hratt og örugglega spurningu fréttamanns Fótbolta.net eftir leikinn gegn Leikni á dögunum þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili.

„Við gerðum samning við hann fyrir þrjú tímabil, það var upphaflega ákvörðunin og við reynum að standa við hana. Við vörpum ekki allri ábyrgð á einn mann. Við sem stjórnum verðum að axla ábyrgð á hlutum sem hafa átt sér stað hjá okkur og svo framvegins. Það er alltaf sú lenska á Íslandi að kenna þjálfaranum alltaf um allt. Við reynum að fara aðra leið í þessu, það er fullt sem við þurfum að laga hjá okkur sem félag horfandi fram á veginn."

Var einhver ákvörðun tekin á síðustu mánuðum að negla það að Jón Þór yrði áfram sama hvernig tímabilið færi?

„Nei, það hefur ekkert verið neglt. Við gerðum bara samning við hann og hann er bara í gangi. Liðið er ennþá að spila og einn leikur eftir. Hann er með samning í tvö önnur tímabil, þannig er staðan."

Hefur verið rætt um að hann mögulega stígi til hliðar?

„Nei nei, ekkert verið rætt. Ekkert formlega, auðvitað tala menn um allt í fótbolta. Á ég að segja af mér sem formaður? Við erum að falla, verð ég ekki að axla ábyrgð? Það er fullt af svona hlutum sem þurfa að fara í naflaskoðun þegar við náum ekki settu marki. Félagið þarf að fara í naflaskoðun og sjá hvert við ætlum að fara með þetta félag."

Sjá einnig:
Jón Þór: Það er saga okkar á þessari öld

Fjarstæðukennt að hugsa út í þetta
Allt bendir til þess að ÍA verði ekki á meðal þeirra Bestu á næsta tímabili. ÍA þarf að vinna með tíu mörkum í lokaleiknum gegn FH um næstu helgi til að halda sæti sínu í deildinni. Leyfa Skagamenn að hugsa út í þann möguleika að vinna með tíu?

„Nei, ég get orðað það þannig að við erum búnir að vinna einu sinni í Kaplakrika á þessari öld. Það var 2001 þegar við vorum Íslandsmeistarar síðast. Að vinna 10-0, við erum ekki heimskir. En við förum að sjálfsögðu í leikinn til að reyna vinna þá. Metið okkar í deildinni er 10-1 tvisvar sinnum og 9-0 einu sinni held ég í efstu deild. Það er fjarstæðukennt að hugsa út í þetta," sagði Eggert.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner