Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa um nýjan samning Jökuls: Frábært fyrir Stjörnuna og mig
Jökull og Ágúst
Jökull og Ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við Stjörnuna. Jökull var ráðinn aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar fyrir rétt tæpu ári síðan og er núna kominn í fullt starf hjá félaginu.

Ýmsar sögusagnir voru gangi um að Jökull gæti verið á leið úr Garðabænum en nú er ljóst að hann er ekki á förum.

Ágúst var til viðtals eftir leik Stjörnunnar gegn KA í gær og var spurður hvort að sú staðreynd að Jökull væri kominn í fullt starf hefði áhrif á það hvernig hann ynni sína vinnu?

„Nei, það er bara ennþá meiri hjálp og kemur með ennþá meiri styrk inn í félagið. Jökull er frábær þjálfari og (sú staðreynd að hann verði í fullu starfi) er bara frábært fyrir Stjörnuna og mig," sagði Ágúst. Ágúst er samningsbundinn Stjörnunni út næsta tímabil.

Jökull er 38 ára og starfaði áður sem aðalþjálfari Augnabliks og þjálfari 2. flokks hjá Breiðabliki.
Gústi Gylfa: Mér fannst það mjög einkennileg dómgæsla
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner