Heiðar Ægisson er kominn aftur í Stjörnuna eftir eitt ár með Val. Heiðar, sem er 27 ára, fór sjálfur fram á það við Val að samningi hans yrði rift. Hann kom við sögu í þrettán deildarleikjum á tímabilinu með Val og byrjaði fjóra þeirra.
„Það er ánægjulegt að fá Heiðar aftur heim eftir stutt stopp á Hlíðarenda en eins og allir vita hefur hann staðið sig með sóma hjá okkur í gegnum tíðina og það er ljóst að hann hefur mikinn áhuga á því að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er nú þegar hafin og eftir samtöl við hann undanfarna daga er ljóst að hungrið til að gera vel er sannarlega til staðar sem fellur vel að þeim kúltúr sem við erum að byggja upp innan félagsins. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Garðabænum," segir Helgi Hrannarr, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar í tilkynningu félagsins.
„Ég er mættur heim og er ótrúlega ánægður með að hafa náð samkomulagi um að spila aftur með uppeldisfélagi mínu. Stjarnan er með mjög spennandi leikmenn innan sinnar raða, eina flottustu aðstöðu landsins og gott teymi í kringum sig. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og góður grunnur myndast í kjölfarið. Það sést best inná vellinum þar sem margir ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið tækifærið og nýtt það vel. Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til að spila með þeim og gefa þeim góð ráð. Ég á frábærar minningar héðan og er ég gífurlega spenntur að búa til fleiri með bestu stuðningsmönnum landsins. Ég hef mikla trú á þessu verkefni sem er framundan, að koma Stjörnunni aftur í fremstu röð. Skíni Stjarnan!" segir Heiðar Ægisson.
Undrabarnið er komið heim.
— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) October 24, 2022
Velkomin aftur Heiðar okkar Ægisson💙👏🏼#InnMedBoltann #Skeidin pic.twitter.com/BXKoFZ58BX
Athugasemdir