Guðmundur Magnússon, framherji Fram, er einu marki frá því að enda sem markakóngur Bestu deildarinnar. Hann hefur skorað sautján mörk líkt og Nökkvi Þeyr Þórisson en Nökkvi skoraði mörkin í færri leikjum. Nökkvi gekk í raðir Beerschot í Belgíu í upphafi síðasta mánaðar og skorar því ekki fleiri mörk.
Gummi, eins og hann er oftast kallaður, fær því tækifæri í lokaumferðinni gegn Keflavík um næstu helgi til að enda sem markakóngur. Gummi er 31 árs og er uppalinn hjá Fram. Hann hafði fyrir tímabilið í ár mest skorað þrjú mörk á tímabili í úrvalsdeild.
Gummi, eins og hann er oftast kallaður, fær því tækifæri í lokaumferðinni gegn Keflavík um næstu helgi til að enda sem markakóngur. Gummi er 31 árs og er uppalinn hjá Fram. Hann hafði fyrir tímabilið í ár mest skorað þrjú mörk á tímabili í úrvalsdeild.
Jón Sveinsson, Nonni þjálfari Fram, var spurður hver hefði haldið fyrir tímabil að Gummi væri í baráttu um gullskóinn?
„Hann sjálfur alveg pottþétt og við sem erum að vinna með honum vitum að það er mikill hugur í Gumma og lagði mikið á sig í vetur til þess að komast þar sem hann er staddur í dag. Það er líklega eina sem er eftir í þessari deild núna, það er hver endar sem markakóngur og Gummi á einn leik til þess að taka það annars fær Nökkvi gullskóinn," sagði Nonni við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH þar sem Gummi skoraði eitt mark.
„Alveg tilbúnir að endurskoða þegar menn eru að standa sig vel"
Í síðustu viku var fjallað um samningsmál Gumma og var fullyrt að hann væri búinn að rifta samningi sínum við Fram. Það staðfesti Gummi sjálfur að væri ekki rétt.
Sjá einnig:
Gummi Magg ekki búinn að rifta samningnum
Ætla að endursemja við Gumma Magg - „Engin plön um neitt annað
„Ég held svo sem að það sé ekkert að gerast nema menn eru alltaf að skoða hlutina. Það getur vel verið að Gummi semji upp á nýtt, hann á ár eftir af samningi en menn eru alveg tilbúnir að semja upp á nýtt. Menn eru alveg tilbúnir að endurskoða þegar menn eru að standa sig vel. Ég held að það fari bara í gang í vetur. Að öðrðu leyti hef ég engar áhyggjur af því að Gummi sé að fara eitt eða neitt. Annað þá en þá bara að fara þjálfa eða eitthvað svoleiðis," sagði Nonni.
Hugsaði ekki út í það
Á föstudag var tilkynntur landsliðshópur fyrir vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu. Kom það Nonna á óvart að sjá ekki nafn Guðmundar þar á lista?
„Nei nei, ekkert þannig. Hann á það kannski alveg eins skilið eins og einhverjir aðrir en það eru þarna margir ungir sprækir strákar í kannski hans stöðu sem er líklega verið að horfa á til framtíðar. Auðvitað hefði verið mjög gaman ef það hefði verið. En ég hugsaði reyndar aldrei út í það hvort það væri eitthvað í gangi og kom mér ekkert endilega á óvart," sagði Nonni.
Athugasemdir