Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mán 24. október 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Mac Allister framlengir við Brighton
Alexis Mac Allister er samningsbundinn Brighton til 2025
Alexis Mac Allister er samningsbundinn Brighton til 2025
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister framlengdi í dag samning sinn við Brighton til ársins 2025.

Mac Allister er 23 ára gamall og var keyptur til Brighton í janúar árið 2019.

Hann var lánaður til baka til Argentinos og um sumarið fór hann svo til Boca á láni.

Miðjumaðurinn fékk síðan tækifærið með Brighton árið 2019 en vann sér ekki fast hlutverk í byrjunarliðinu fyrr en á síðustu leiktíð.

Þá skoraði hann 5 mörk í 33 leikjum með liðinu en hann er nú þegar kominn með 4 mörk í 11 leikjum á þessari leiktíð og hefur nú verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína.

Mac Allister skrifaði undir framlengingu á samningi sínum í dag og gildir sá samningur til 2025.

Brighton er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner